59. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. mars 2014 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:28
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:28
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:52
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:53
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:33

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárliðnum var frestað til næsta fundar.

2) 315. mál - gjaldskrárlækkanir o.fl. Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, kynntu málið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 316. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið ákvað að halda umfjöllun áfram og kalla til frekari gesti.

4) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 10:05
Nefndin ræddi stöðu málsins og framkomin viðbrögð ESA vegna málsins. Ákveðið að kalla til fulltrúa ráðuneytis að nýju til að fara yfir viðbrögð ESA með nefndinni.

5) 236. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 10:15
Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður rakti stöðu málsins fyrir nefndinni.

6) 15. mál - tekjuskattur Kl. 10:25
Nefndin ákvað að fela framsögumanni að setja saman nefndarálit um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:35
Frosti Sigurjónsson kynnti fyrir nefndinni frumvarpsdrög að breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er snýr að fjárfestinarheimildum lífeyrissjóða. Ákveðið að frumvarpsdrög yrðu send nefndarmönnum til frekari skoðunar.

Árni Páll Árnason óskaði eftir að mál nr. 166. um breytingu á lögum um viðrisaukaskatt er snýr að varmadælum yrði sett á dagskrá. Nefndin samþykkti að málið yrði tekið fyrir.

Pétur H. Blöndal vakti máls á gjaldeyriskaupum Seðlabanka undanfarið árið. Nefndin ræddi málið.

annað var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00